Jafnréttisáætlun Gleðipinna 2021-2024

Hægt er að sækja jafnréttisáætlun Gleðipinna hér

Jafnréttisáætlun Gleðipinna ehf.(kt 460215 -0130) er ætlað að tryggja janfrétti kynjanna á vinnustöðum sínum og jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækisins þar sem þess er þörf. Markmiðið er að starfsmenn geti nýtt hæfni sína, krafta og kunnáttu án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað. Með áætlun þessari eru stjórnendur og aðrir starfsmenn minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, þjóðernis, kynþáttar, skoðana, kynhneigðar og aldurs. Hvers kyns mismunun verður ekki liðin hjá fyrirtækinu og er stefna fyrirtækisins að útrýma mismunun komi hún í ljós.

Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja.

Áhersla er á að verkefnum jafnréttisáætlunarinnar sé fylgt eftir. Þessi jafnréttisáætlun er í gildi til október 2024. Jafnlaunaúttekt og vottun frá löggiltum vottunaraðila fer fram haustið 2021.

 

Eigendur Gleðipinna bera ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni.

 

Jafnréttisáætlun Gleðipinna tekur tillit til:

 

Launajafnréttis

 

Starfsfólk sem vinnur sambærileg störf í fyrirtækinu skal fá greitt sambærileg laun og njóta sambærilegra kjara fyrir vinnu sína. Einnig skal vera samræmi í öðrum aukagreiðslum milli kynja og skulu kynin hafa jafnt tækifæri til bónusgreiðslna o.þ.h. Einnig skulu kynin njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin eru til fjár. Fyrirtækið mun fara í gegnum jafnlaunavottun á tímabilinu október-nóvember 2021, þeirri aðgerð er ætlað að vinna að launajafnrétti og á því heima hér, ásamt launagreiningu og jafnlaunastefnu sem eru m.a. forsendur þess að fyrirtæki fái vottun.

Markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi vegna launajafnréttis

MARKMIÐ

AÐGERÐ

ÁBYRGÐ

TÍMARAMMI

Allir starfsmenn fái greidd sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kyni.

Ef fram kemur launamismunur sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði verður hann leiðréttur. Vottun verður viðhaldið með reglulegri úttekt.

Mannauðsstjóri.

Innra eftirlit verður framkvæmt í október á hverju ári sem og regluleg úttekt fagvottunaraðila.

Unnið skal að því að hlutfall kynja í stjórnendastörfum sé sem jafnast.

Ef stjórnunarstarf losnar skal gæta þess að bæði kynin hafi jafnan aðgang að ráðningu.

Mannauðsstjóri

Þegar stjórnendastörf losna.

 

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og veiting starfa

 

Gleðipinnar leitast eftir því að hafa sem hæfasta starfsmenn í sínum röðum á hverjum tíma og að kynjahlutfallið sé sem jafnast. Laus störf skulu standa opin jafnt konum sem körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá og að ráðningar séu með faglegum hætti. Kynin skulu einnig njóta jafnréttis þegar kemur að möguleikum á endurmenntun og starfsþjálfun. Séu haldin sérstök námskeið til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf skal tryggja að allir starfsmenn, óháð kyni, geti sótt þau.

Í atvinnuauglýsingum eru störf ókyngreind og áhersla lögð á að mismuna ekki umsækjendum um starf vegna m.a. kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu. Í öllu kynningarefni Gleðipinna skal þess gætt að fólk sé ekki móðgað eða blygðunarkennd þess særð.

 

Markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi vegna lausra starfa, starfsþjálfunar, endurmenntunar og veitingu starfa

MARKMIÐ

AÐGERÐ

ÁBYRGÐ

TÍMARAMMI

Öll störf skulu standa opin jafnt konum sem körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá..

Allar umsóknir skoðaðar óháði kyni.

Mannauðsstjóri.

Við upphaf hverrar ráðningar.

Starfsmenn hafa aðgang að upplýsingum um opin störf hjá fyrirtækinu.

Allt aðgengilegt á Alfreð

Mannauðsstjóri.

Þegar störf eru auglýst.

Starfsþjálfun / endurmenntun skal vera aðgengileg bæði konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

Í Október á hverju ári skal skoða hvernig kynjahlutföll eru þegar kemur að starfsþjálfun / endurmenntun og gera úrbætur á komi í ljós að um kynjamismun sé að ræða.

Mannauðsstjóri.

Framkvæmt í október á hverju ári.

 

Samræming vinnu og einkalífs

 

Gleðipinnar stefnir að því að auðvelda bæði konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá að samræma fjölskyldu- og starfs. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að almennt hafi starfsmenn ríkum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu sinni og mun veita sveigjanleika þar sem því verður við komið þegar þess er þörf vegna fjölskylduaðstæðna. Starfsmönnum sé jafnframt auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof með hagræðingu starfshlutfalls fyrst á eftir þar sem því verður við komið.

Til að koma á móts við fjölskyldur skal boðið upp á hverja þá vinnuhagræðingu sem við verður komið. En rekstur Gleðipinna fer að mestu leyti fram um kvöld og helgar en starfsmenn vinna að jafnaði ekki meira en 15 daga í mánuði.

 

Markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi vegna samræmingu starfs og fjölskyldulífs

MARKMIÐ

AÐGERÐ

ÁBYRGÐ

TÍMARAMMI

Báðir foreldrar eigi kost á að nýta sér þann rétt sem þau eiga til fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna

Upplýsingar um réttindi og skyldur foreldra séu aðgengileg

Mannauðsstjóri og yfirmenn

Þegar starfsfólk fer í fæðingarorlof
Skipulag vinnutíma skal vera fyrirsjáanlegt svo

hægt sé að samhæfa

starf og fjölskyldulíf.

Vaktafyrirkomulag skal vera fyrirsjáanlegt.

Veitingastjórar

Við ráðningu

Draga úr yfirvinnu og sjá til þess að hún standi öllum kynjum til boða og taki mið af

fjölskylduaðstæðum.

Skipulag vinnutíma skal taka mið af því að ekki verði um óeðlilega mikla yfirvinnu að ræða og hún sé ekki kynbundin. Greining skal fara fram í október á hverju ári og úrlausnir fundnar sé þörf til.

Veitinga-stjórar

Greiningum skal lokið í október

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá Gleðipinnum. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Framkvæmdastjóri, Veitingastjóri og Mannauðsstjóri bera í sameiningu ábyrgð á að leysa úr slíkum málum. Áhersla er lögð á að ganga strax í málið og grípa til aðgerða.

Markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímarammi vegna eineltis, kynbundins ofbeldis og kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni

MARKMIÐ

AÐGERÐ

ÁBYRGÐ

TÍMARAMMI

Að allir starfsmenn viti hvar stefna og áætlun er aðgengileg

Stefna og áætlun sett í starfsmannahandbók sem er aðgengileg á öllum stöðum. Regluleg yfirferð á þessum atriðum og öllum ljóst hvernig fyrirtækið tekur á málum

Mannauðsstjóri

Aðgengilegt nú þegar og uppfært eftir þörf

Kynbundin áreitni
Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundið áreitni ef það er alvarlegt.

Starfsmenn viti hvar er að finna aðgerðaráætlun um hvernig bregðast megi við komi upp mál er varða hugsanlega kynbundna áreitni.

Kynna fyrir starfsmönnum við ráðningu.

Mannauðsstjóri og yfirmenn

Við upphaf hverrar ráðningar.

Kynferðisleg áreitni

Hvers kyns ósanngjörn og / eða móðgandi kynferðisleg hegðun og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt til vik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt

Starfsmenn viti hvar er að finna aðgerðaráætlun um hvernig bregðast megi við komi upp mál er varða hugsanlega kynbundna áreitni.

Kynna fyrir starfsmönnum við ráðningu

Mannauðsstjóri og yfirmenn

Við upphaf hverrar ráðningar.

Kynbundið ofbeldi

Hvers kyns ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáningu þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, til kynbundins ofbeldis

Starfsmenn viti hvar er að finna aðgerðaráætlun um hvernig bregðast megi við komi upp mál er varða hugsanlega kynbundna áreitni.

Kynna fyrir starfsmönnum við ráðningu

Mannauðsstjóri og yfirmenn

Við upphaf hverrar ráðningar.

Eftirfylgni

Jafnréttisáætlun Gleðipinna skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í október á hverju ári skal fara yfir markmið, aðgerðir og niðurstöður verkefna með framkvæmdastjórum og helstu stjórnendum. Næsta endurskoðun er í október 2024.

Þessi jafnréttisáætlun á einnig við um öll dótturfélög Gleðipinna.

Samþykkt

Stjórn Gleðipinna