Við erum GLEÐiPiNNAR

Gleðipinnafjölskyldan telur um 400 starfsmenn af nærri 20 þjóðernum. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin okkar eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Með skýrri sýn á gæði matar og þjónustu fá allir okkar staðir tækifæri til að vaxa og dafna enn frekar. 

American Style þekkja allir. Stofnaður árið 1985, rótgróinn og heiðarlegur. Pítan okkar opnaði í Skipholti árið 1985 og er enn í dag einn og stakur staður. Einstakur. Keiluhöllin opnaði fyrst í Öskjuhlíð 1985 og er í dag fullkomnasti keilusalur Evrópu í Egilshöll. Aktu Taktu opnaði árið 1993 og er besta lúgusjoppa í heimi að okkar mati :)
Saffran opnaði árið 2009 og býður heilsusamlegan, ferskan og framandi mat. Hamborgarafabrikkan er löngu orðinn einn af hornsteinum í íslenskri hamborgaramenningu. Shake&Pizza í Egilshöll er heimili fjórðu bestu pizzu í heimi og sjeikarnir eru ávanabindandi. Blackbox mætti á svæðið árið 2018 og býður ómótstæðilegar súrdeigspizzur með hágæða áleggi. Djúsí by Blackbox er ferskasti djúsa og samlokustaðurinn á svæðinu, stofnaður 2020. Rush Trampólíngarðurinn er svo nýjasti fjölskyldumeðlimur Gleðipinna, opnaður árið 2018 í frábæru húsnæði við Dalveg í Kópavogi.                                                    

SKEMMTILEGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR

Við trúum því að til þess að fyrirtæki geti blómstrað þá þurfi starfsfólkið að blómstra.  Ef eigendum og stjórnendum fyrirtækja þykir ekki vænt um starfsfólkið þitt þá þykir starfsfólkinu ekki vænt um fyrirtækið og viðskiptavinina. Þetta byrjar því allt og endar á okkur sjálfum. Gleðipinnar leggja höfuðáherslu á  að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólk þar sem samheldni, vinskapur og kraftmikið félagslíf eru í fyrirrúmi. Mannauðsmál eru okkur afar hugleikin og erum við fyrsta fyrirtækið, svo vitað sé, sem ræður í stöðu Móralsks leiðtoga. Pétur Jóhann Sigfússon er Móralskur leiðtogi Gleðipinna og tryggir að mórallinn sé alltaf í topplagi.

Markmið Gleðipinna:

  • Að eiga vel rekna veitinga- og afþreyingarstaði sem njóta stöðugra vinsælda hjá Íslendingum.
  • Að Gleðipinnar séu góður og eftirsóttur vinnustaður.
  • Að Gleðipinnar og vörumerki okkar njóti virðingar og trausts í samfélaginu.

 

Smelltu á hlekkina hér að neðan til að kynna þér jafnlaunastefnu og jafnréttisstefnu Gleðipinna.

HVAÐ ER ÞJÓNUSTA?

Þjónusta er skemmtilegt starf en alls ekki einfalt. Það tekur jafn mikinn tíma að þjónusta einhvern illa og að þjónusta hann vel. Við Gleðipinnar tölum aldrei um "afgreiðslu" á okkar stöðum. Af því að afgreiðsla er ópersónuleg og vélræn. Þjónusta er hinsvegar mannleg og lifandi. Og það er einmitt mannlegi þátturinn sem að gerir það að verkum að mistök geta gerst. Og það eru viðbrögðin við mistökum og afleiðingum þeirra sem geta haft mikið að segja um velgengni fyrirtækja. Við hjá Gleðipinnum lítum á ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum sem tækifæri. Ég hef frá því að ég byrjaði í veitingarekstri árið 2010 sinnt flestöllum kvörtunum og ábendingum persónulega. Töluverður hluti af mínum tíma fer í að eiga samskipti við viðskiptavini því að ég hef þá trú að samtalið sé það mikilvægasta. Að læra af upplifun viðskiptavina og nýta hana til góðs. Því að ef að þú leysir vel úr viðkvæmri stöðu þá eru allar líkur á því að niðurstaðan verði betri en ef ekkert hefði farið úrskeiðis. Það er nefnilega þannig í öllum rekstri að það verður aldrei neitt fullkomið. Það er alltaf rými til að bæta sig. Og stöðugleiki fæst aðeins með því að missa aldrei sjónar á kjarnanum, af meginhugmyndinni, og því hvað vörumerki þín standa fyrir. Þess vegna störfum við eftir þessari einföldu hugmyndafræði: Ekki hræðast mistök, reyndu þitt besta við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd. Stattu upp ef þú dettur, og að endingu - röng ákvörðun er ekki til, bara næsta ákvörðun. 

Hluti af fyrirlestri á Framúrskarandi Fyrirtæki í Hörpu 2018. 
Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.