Tilkynning frá Gleðipinnum vegna samkomubanns

Tilkynning frá Gleðipinnum vegna samkomubanns

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lýst í dag yfir að samkomubann tæki gildi þann 16. mars nk. og muni vara í fjórar vikur. Gleðipinnar, rekstraraðilar Saffran, Hamborgarafabrikkunnar, American Style, Roadhouse, Aktu Taktu, Eldsmiðjunnar, Kaffivagnsins, Keiluhallarinnar, Shake&Pizza, Blackbox og Pítunnar, vilja koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri af því tilefni.

 
Opnunartímar og aðrar aðgerðir:
  • Allir veitingastaðir Gleðipinna verða áfram opnir en fyrirmælum Sóttvarnarlæknis og yfirvalda verður fylgt og staðan metin daglega.
  • Skipulögðum viðburðum í Keiluhöllinni, s.s. Pub Quiz, bingóum og tónleikahaldi, verður frestað á meðan á samkomubanni stendur.
  • Einungis önnur hver keilubraut verður í notkun hverju sinni. Spritt og einnota hanskar eru við allar brautir og eru allar kúlur og brautir sótthreinsaðar reglulega yfir daginn.
  • Borðaskipan á veitingastöðum verður skipulagt eins og frekast er unnt til að fylgja nálægðartakmörkunum.
  • Spritt er aðgengilegt á öllum stöðum og álagssnertifletir líkt og hurðahúnar, handrið, og greiðsluposar eru sótthreinsaðir með reglubundnu millibili.
 
Sérstakar aðgerðir til að þjónusta viðskiptavini okkar sem best í breyttum aðstæðum:
  • Frítt að borða fyrir börnin. Tilboðin gilda allan opnunartíma veitingastaðanna.
  • Öll börn borða frítt á veitingastöðum Gleðipinna næstu fjórar vikurnar eða þar til samkomubanni er aflétt. Tilboðið gildir bæði í sal og í Take away. (einn barnaréttur fylgir hverjum seldum aðalrétti)
  • Aktu taktu staðirnir fjórir, við Skúlagötu, í Stekkjarbakka, í Ásgarði og Fellsmúla, afgreiða allir í gegnum lúgu. Í vinnslu er að opna Aktu Taktu staðinn við Skúlagötu allan sólarhringinn næstu vikurnar með það að markmiði að geta boðið fólk á næturvöktum sem er undir miklu álagi þjónustu í gegnum lúgu.
  • Eftirtaldir veitingastaðir Gleðipinna senda heim með Aha heimsendingarþjónustu: Blackbox, Eldsmiðjan, Fabrikkan, Pítan, Roadhouse, Shake&Pizza. Hafa ber í huga að mikið álag hefur skapast í heimsendingu hjá Aha og tekur biðtími mið af álagi hverju sinni.
“Íslendingar eru þekktir fyrir að gefast ekki upp þó á móti blási. Nú upplifum við óvenjulega tíma en við verðum að muna að við erum öll á sama báti. Þetta er tímabundið ástand og mikilvægt að allir leggi hönd á plóg eins og kostur er”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.