Steikarsalat og Steikarborgari á Fabrikkuna!

Í gegnum árin hafa viðskiptavinir Fabrikkunnar ítrekað kallað eftir góðu steikarsalati. Nú hefur bænum þeirra verið svarað. Og ekki bara með steikarsalati, heldur líka með dásamlegum steikarborgara. Báðir réttir hannaðir af okkar ástkæra Eyþóri Rúnarssyni, meistarakokki og vöruþróunarstjóra Fabrikkunnar.

Og við erum ekkert að grínast að þessu sinni. Steikarsalatið inniheldur lungamjúka nautasteik í þunnum sneiðum, sesam mæjó, wasabi hnetur, stökkt grænkál, grillaðan baby maís, papriku, aspars, vorlauk og kóríander!

Steikarborgarinn er svo tvíburabróðir salatsins en borinn fram í dúnmjúku kartöflubrauði með franskar til hliðar.
Við sendum hugheilar kveðjur til bragðlaukanna ykkar og hlökkum til að sjá ykkur!