Spurningakeppni fyrirtækjanna 2022

Nú í haust kynntu þeir Helgi og Hjálmar úr hlaðvarpsþættinum Hæ hæ til sögunnar nýja og bráðskemmtilega viðburðaröð, Spurningakeppni fyrirtækjanna 2022. Alls voru 16 fyrirtæki skráð til leiks og haldin var innanhússkeppni í hverju fyrirtæki þar sem hlutskarpasta liðið var valið til að taka þátt í glæsilegu úrslitakvöldi sem haldið var í Keiluhöllinni mánudagskvöldið 14. nóvember.

Stemningin á úrslitakvöldinu var rafmögnuð þar sem skörpustu liðin kepptu sín á milli í Pub Quiz fyrirkomulagi. Eftir harða keppni fór keppnin þannig að Brimborg lenti í þriðja sæti, Össur í öðru sæti og sigurvegari kvöldsins VSÓ Ráðgjöf sem hlaut að launum glæsilegan eignarbikar, inneign hjá Icelandair og að sjálfsögðu nafnbótina Meistarar Spurningakeppni Fyrirtækjanna 2022.

Fyrirtækin sem tóku þátt að þessu sinni voru: Össur, Sahara, Arion Banki, Þekking, VSÓ Ráðgjöf, Orkusalan, Brimborg, Garri, Icepharma, Límtré Vírnet, Controlant, Steypustöðin, Innnes og Advania.

Undankeppni fyrir Spurningakeppni Fyrirtækjanna 2023 hefst á ný árið 2023 og verður spennandi að sjá hvort VSÓ Ráðgjöf nái að verja titilinn.