PBT x Fabrikkan

Prettyboi er mættur á Fabrikkuna með ketó skálina sem togar þig til og gerir þig fína og þú heldur áfram að…SKÍNA! LANG vinsælasta lag landsins sl. fjóra mánuði og við búin að öskursyngja með frá því í sumar. Það er bara eitthvað við þetta æðislega lag og hinn einstaka Patrik sem fékk okkur til þess að búa til þessa sælkera skál með honum. Hann kíkti til okkar í skemmtilegt smakk og hjálpaði okkur að pússla saman hollri og góðri skál sem þú verður að smakka. Fabrikkan fílar svo sannarlega outfittið og spyr reglulega „Hvar er Patti?“