Karfan er tóm.
“Við Gleðipinnar tókum við rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll árið 2015 og búum því að góðri reynslu við að reka afþreyingargarða. Rush Trampólíngarðurinn er vel sóttur og vinsæll valkostur hjá yngri kynslóðunum og hlökkum við mikið til að taka við rekstrinum og tryggja hann í sessi til framtíðar. Við setjum okkur sömu markmið og í Keiluhöllinni, að hámarka upplifun viðskiptavina okkar. Eitt af sóknarfærunum sem við sjáum er að auka við framboðið af veitingum í garðinum.”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Fjölbreyttur og reynslumikill hópur mun koma að rekstri Rush. Þórey Gunnlaugsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin ár og stýrt garðinum af miklum myndarskap. Hún mun sinna því hlutverki áfram og njóta liðsinnis og reynslu stjórnunarteymisins úr Keiluhöllinni.
Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar og María Rún Hafliðadóttir, mannauðsstjóri Gleðipinna munu taka sæti í stjórn Rush Trampólíngarðsins og styðja við áframhaldandi vöxt staðarins. “Við í Keiluhöllinni sjáum mikil tækifæri á að samnýta okkar ferla og dreifileiðir í sölu- og markaðsmálum og bókunum. Það mun auka við þjónustustigið og vera til bóta fyrir viðskiptavini bæði Keiluhallarinnar og Rush Trampólíngarðsins”, segir Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.