Rush Fitness með Dísu Dungal

Rush Fitness hentar öllum konum sem vilja kíkja út fyrir þægindarammann og þjálfa líkamann á skemmtilegri máta á trampólínum ásamt fleiri æfingum í góðum hópi. Einstaklega hentugt fyrir mæður sem vilja styrkja grindarbotninn eftir barnsburð. Æfingastig eykst með tímanum og geta allir útfært álagið eftir sínum þörfum að hverju sinni.

Hinn þrautreyndi þjálfari Dísa Dungal fer yfir styrktaræfingar fyrir grindarbotninn, rétta líkamsbeitingu og öryggisatriði á trampólínunum. Engin kunnátta eða reynsla á trampólínum nauðsynleg.

Lærdómsríkt, áhrifaríkt og skemmtilegt námskeið fyrir konur.