Rúdolf og Christmas Style!

Rúdolf er mættur!

Jólaborgarinn Rúdolf sem hefur verið fastagestur á Hamborgarafabrikkunni í áratug. Hann hringir inn jólin í nóvember og er að venju í boði á Fabrikkunni á meðan birgðir endast. “Rúdolf er heilagur hjá okkur á Fabrikkunni. Þessi hreindýraborgari hefur fylgt okkur frá upphafi og kemur í raun með jólin á hverju ári. Það er töluverður hópur viðskiptavina sem kemur á hverju ári í Rúdolf. Rúdólf er um margt merkilegur jólaborgari. Sjálft hreindýrakjötið er blandað með apríkósum og gráðaosti og glóðargrillað á funheitu grilli. Ofan á kjötið leggst svo trönuberjalauksulta, pikklað rauðkál, klettasalat og bræddur cheddar ostur. Rúdólfur er svo borinn fram með sætum frönskum og jólasnjó.

Þessi herlegheit eru úr smiðju eins okkar allra besta kokks, Eyþórs Rúnarssonar.

Christmas Style á Stælnum!

Úr smiðju meistarakokkanna Hinriks Lárussonar og Viktors Arnar Andréssonar kemur eitt stykki hreindýralistaverk. Við erum að tala um 150 g. af hágæðahreindýrakjöti með bræddum Búraosti, pikkluðu rauðkáli, salati, steiktum sveppum, japönsku majói og BBQ sósu. Það er ljóst að Christmas Style gefur Rúdolfi ekkert eftir og verður gaman að heyra hvor hefur vinninginn - já, það er ljóst að þú þarft að smakka þá báða :)