Olifa - La Madre Pizza hefur opnað í nýrri Krónuverslun í Skeifunni

Ása María og Emil ásamt ítölsku pizzabökurunum og vinum sínum Andrea Lorenzi og Matteo Loreni, sem f…
Ása María og Emil ásamt ítölsku pizzabökurunum og vinum sínum Andrea Lorenzi og Matteo Loreni, sem fluttust búferlum til Íslands til að stýra nýju veitingastöðunum

Það eru hjón­in Ása María Reg­ins­dótt­ir at­hafn­ar­kona og Emil Hall­freðsson knatt­spyrnumaður, ásamt Gleðipinnum, sem standa fyrir opnun Olifa - La Madre Pizza. Um er að ræða tvo veitingastaði, fyrrnefndan stað í nýrri Krónuverslun í Skeifunni sem opnaði fimmtudaginn 7. júlí og svo flaggskipið sem opnar á Suðurlandsbraut 12 um miðjan júlí, þar sem Eldsmiðjan var áður til húsa.

Ása og Emil eru stofnendur og eigendur Olifa vörumerkisins Íslendingar þekkja orðið vel. Olifa inni­held­ur fjöl­breytta ít­alska vöru­línu með hágæðaólífuolíur í forgrunni. Auk þess hafa þau flutt inn ít­ölsk vín og selt hér á landi. 

„Það er kom­in góð reynsla á þessa teg­und af pizzu á Ítal­íu,“ seg­ir Ása María. Emil bæt­ir því við að þau fjöl­skyld­an hafi haft það fyr­ir reglu að fá sér iðulega umræddar Pizza La Pala pizz­ur eft­ir leiki með Hellas Verona, hvar hann lék um ára­bil. Þau eru enn bú­sett á Ítal­íu þar sem Emil spil­ar knatt­spyrnu með Virt­us Verona. „Við notum ein­göngu besta mögu­lega hrá­efnið í pizzurn­ar sem við flytjum inn beint frá birgja á Ítalíu í samstarfi við Krónuna. Pizzurnar eru létt­ari í maga en hefðbundn­ar pizz­ur og bjóða um leið upp á skemmti­lega mat­ar­upp­lif­un. Pizz­ur eru vin­sæl­ar á Íslandi og fram­boðið mikið, en með opn­un Olifa La Madre Pizza erum við að auka við úr­valið og bjóða upp á nýjan val­kost", bætir Ása við. Pizza La Pala er ólík hinni hefðbundnu Pizza Napoletana á marga vegu, sér í lagi að hún er ekki hringlaga heldur ferhyrnd. Pizzan dregur af ílangri viðarskóflu, Pala, sem notuð er til þess að færa pizzadeigið í ofninn.

Deigið - lifandi kraftaverk
Deigið sem er eins og allir vita undirstaðan í góðri pizzu er gert úr þremur tegundum af hveiti og nefnist “Biga”. Hveititegundirnar þrjár innihalda mismikið próteinmagn og með því að blanda þeim saman verður til sérstakt og afgerandi bragð og áferð. Eftir blöndun er deigið látið hefast í 24 klukkustundir. “Biga” deigið er mun rakara en hefðbundið Napoletana pizzadeig og það er bakað lengur við lægra hitastig. Aðalsérkenni Biga deigsins er brakandi og stökkt ytra lag, mjúkur og safaríkur kjarni og einstakur léttleiki. Eftir að hafa borðað Pizza Pala þá líður þér afskaplega vel í maganum.

Samsetning hráefna
Biga hveitiblandan er samsett úr hveit sem ræktað er á “dolci colline” sem útleggst á íslensku sem sætar hæðir. Þessar sætu hæðir liggja að hafi í Le Marche héraði sem er nágrannahérað Toscana. Áleggin á pizzurnar eru innflutt frá Ítalíu beint frá bestu mögulegu birgjum. Hrein tómatsósa, hágæðaskinkur, ostar og ólífuolíur. Allar pizzurnar á Olifa eru toppaðar með “dass” af ferskri EVO Olifa ólífuolíu. Það er eitt af lykilgildum í matargerð Ítalíu og gengur út á að nota óeldaða og ómettaða fitu í litlu magni.