Keiluhöllin og Shake&Pizza opna með svæðaskiptingu mánudaginn 4. maí

Keiluhöllin og Shake&Pizza opna með svæðaskiptingu mánudaginn 4. maí 

  • Keiluhöllinni skipt niður í fjögur svæði
  • Shake&Pizza og Eva Laufey kynna glænýjar pizzur
  • Flestir staðir Gleðipinna opnir á ný
 
Keiluhöllinni skipti í fjögur svæði þann 4. maí
 
 
Þann 4. maí geta keiluáhugamenn og keiluíþróttamenn tekið gleði sína á ný þegar “kúlan fer aftur að rúlla”. Keiluhöllinni verður skipt niður í fjögur svæði sem hvert um sig getur tekið við 50 manns. “Við höfum útfært þessa svæðaskiptingu á mjög vandaðan hátt með öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks í forgrunni og förum eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
 
Um er að ræða fjögur svæði. Keilusalurinn sjálfur, sem telur 22 brautir, er eitt svæði og þar verður áfram leikið á annarri hvorri braut. Shake&Pizza er skipt í 2 svæði og Sportbarinn er þriðja svæðið. Leið viðskiptavina og starfsfólks í gegnum svæðin er vandlega skipulögð. “Það er aðeins setið á öðru hverju borði á Shake&Pizza og fjarlægðartakmarkanir eru á gólfum. Viðskiptavinir okkar munu ekki eiga í neinum vandræðum með að komast leiðar sinnar og njóta okkar þjónustu þar sem að allar merkingar og leiðbeiningar eru afar skýrar og aðgengilegar”, bætir Jóhannes við
 
Shake&Pizza og Eva Laufey fara í spennandi samstarf
 
“Við hjá Shake&Pizza erum stolt af því að fá snilli Evu Laufeyjar lánaða og kynnum til sögunnar samstarfsverkefni okkar sem eru fjórar nýjar pizzur, hver annarri gómsætari”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Shake&Pizza, sem kynnir nú til sögunnar sérstakar PoppÖppPizzur á veitingastað Shake&Pizza í Egilshöll. Evu Laufeyju þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda er hún sannur ástríðukokkur sem hefur deilt uppskriftum sínum og aðferðum í gegnum árin á bloggsíðu sinni, í sjónvarpsþáttum og með útgáfu matreiðslubóka. “Það var ótrúlega gaman að vinna þetta verkefni með Shake&Pizza, ég hef alltaf gert mjög sérstakar pizzur heima fyrir sem fjölskylda og vinir hafa tekið miklu ástfóstri við. Það má segja að ég sé búin að koma þessum uppáhaldspizzum mínum á matseðil Shake&Pizza”, segir Eva Laufey.
 
Pizzurnar fjórar verða aðeins í boði í takmarkaðan tíma enda er þetta svokallað PoppÖpp samstarf sem er vinsælt á veitingastöðum víða um heim.
 
 

Flestir staðir Gleðipinna opnir á ný

 
Gleðipinnar lokuðu hluta staða í ljósi faraldursins sem hefur geisað undanfarnar vikur. Nú hafa flestir staðirnir opnað aftur. “Við erum fegnir því að lífið sé smátt og smátt farið að nálgast það að verða eðlilegt aftur. Við verðum að sjálfsögðu að fara varlega og við munum svo sannarlega gera það á okkar stöðum”, segir Jóhannes.
 
Veitingastaðir Gleðipinna sem eru opnir frá mánudeginum 4. maí eru:
  • American Style: Skipholti, Bíldshöfða, Hafnarfirði og Kópavogi
  • Aktu Taktu: Skúlagötu, Mjódd, Garðabæ og Fellsmúla
  • Blackbox: Borgartúni og Mosfellsbæ
  • Hamborgarafabrikkan: Höfðatorgi og Kringlunni
  • Keiluhöllin og Shake&Pizza Egilshöll
  • Eldsmiðjan Suðurlandsbraut
  • Pítan Skipholti
  • Saffran: Glæsibæ og Dalvegi
Nánari upplýsingar veitir:
Jóhannes Ásbjörnsson
joi@gledipinnar.ish