HEiÐURSBORGARi SÖRU BJARKAR Á FABRiKKUNA

Sara Björk Gunnarsdóttir er einn af merkari afreksmönnum okkar Íslendinga fyrr og síðar. Sönn fyrirmynd sem lætur ekkert stöðva sig. Sara nærir þjóðarstoltið og sýnir ungum íþróttaiðkendum að ekkert er ómögulegt. Við á Hamborgarafabrikkunni erum stolt af Söru Björk Gunnarsdóttur, eins og allir Íslendingar.


“Við á Hamborgarafabrikkunni erum að springa úr stolti eins og allir Íslendingar. Og þess vegna er það okkur sönn ánægja að fá að heiðra Söru Björk með glænýjum hamborgara. Ég á sjálfur tvær dætur og sé það með eigin augum hvers virði það er að hafa fyrirmyndir eins og Söru Björk. Við Sara erum búin að vera að undirbúa þetta samstarf síðan í haust og nú er loksins komið að þessu. Það er við hæfi enda verður árið 2021 ár upprisunnar, fullt af tækifærum, áskorunum og gleði”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna og Hamborgarafabrikkunnar.

 

Sara Björk segir sjálf að keppnisskap og hugarfar einkenni hana bæði sem leikmann og manneskju. Sara er uppalin í Haukum þar sem hún lék til 18 ára aldurs, færði sig þá til Breiðabliks og þaðan í atvinnumennsku 20 ára gömul. Ferilinn hennar hefur samfelld sigurganga og sér ekki fyrir endann á því, enda leikur Sara í dag með besta félagsliði heims, Olympigue Lyon, þar sem hún lyfti bæði franska bikarnum og sigraði Meistaradeild Evrópu, á sama árinu.

 

Samstarfið við Hamborgarafabrikkuna er virkilega skemmtilegt, enda snýst það um að hvetja íslenskar stelpur til dáða. Ég hef alltaf haft óbilandi trú á sjálfri mér þegar kemur að fótbolta og finnst engin takmörk fyrir því hve langt ég get komist ef ég legg nógu mikið á mig til þess að komast þangað. Það eru skilaboðin sem ég vil senda til allra íslenskra stelpna. Ég er sjálf mikil hamborgaramanneskja tók virkan þátt í þróun hamborgarans með Eyþóri Rúnarssyni, meistarakokki", segir Sara Björk.

 

Sara#7 er 120g hágæðaungnautakjöt í dúnmjúku brauði með steiktum sveppum, avókadó, pikkluðum rauðlauk, djúpsteiktu grænkáli, tómötum, káli, osti og Sörusósu (Döðlu-hvítlauks-chili-majó). Í eftirrétt mælum við með Sörusjeik, eða gómsætum alíslenskum Sörum.