Hef­ur staðið vakt­ina á Stæln­um í 23 ár

Gunna á Stæln­um eins og hún er alla jafna kölluð. Ljós­mynd/​Aðsend
Gunna á Stæln­um eins og hún er alla jafna kölluð. Ljós­mynd/​Aðsend
Starfs­ald­ur á veit­inga­stöðum hér­lend­is er ekki hár sam­an­borið við aðrar at­vinnu­grein­ar. Það þykir því saga til næsta bæj­ar þegar starfs­menn ná háum starfs­aldri — hvað þá 23 árum á sama staðnum. Guðrún Hilm­ars­dótt­ir, sem alla jafna er kölluð Gunna, hef­ur starfað á veit­ingastaðnum American Style í hart­nær ald­ar­fjórðung og er að sögn þeirra sem til þekkja, hjartað í staðnum.
 
„Mér hef­ur alltaf liðið af­skap­lega vel hér á Stæln­um og hef ekki séð nokkra ástæðu til þess að fara neitt. Bros­andi viðskipta­vin­ir eru það sem að hef­ur haldið mér við efnið í öll þessi ár,” seg­ir Gunna, en ham­borg­ar­arn­ir sem hún hef­ur borið á borð skipta vafa­laust tug­um þúsunda.
 
American Style — eða Stæll­inn eins og fasta­gest­irn­ir kalla hann — fagn­ar 35 ára af­mæli sínu nú í sum­ar og af því til­efni hafa átt sér stað skemmti­leg­ar upp­færsl­ur á staðnum. Bæði mat­seðli sem og í út­liti og hönn­un.
 
„Mér líst mjög á breyt­ing­arn­ar á staðnum, þó að ég sé nú vana­föst í eðli mínu. Skemmti­leg­asta breyt­ing­in að mínu mati er nýja barna­hornið sem er miklu stærra og skemmti­legra en það sem fyr­ir var,” bæt­ir Gunna við.
 
Meist­ara­kokk­arn­ir Vikt­or Örn og Hinrik Lárus­son end­ur­hönnuðu Stæl­borg­ar­ann á dög­un­um. Helsta breyt­ing­in er að kjötið sem hef­ur alltaf verið 90 gr. er nú 120 gr. Eins var fitu­magnið í kjöt­inu aukið og er nú 20%. Þá var borg­ar­inn sett­ur í nýtt og enn mýkra ham­borg­ara­brauð.
 
„Það sem mér finnst skipta mestu máli er að ham­borg­ar­inn sjálf­ur er orðinn enn safa­rík­ari og ljúf­feng­ari en hann var, en samt held­ur hann sér­kenn­um sín­um. Þetta er sami gamli Stæl­borg­ar­inn, bara miklu betri,” bæt­ir Gunna við.