Eva Laufey poppar upp á Shake&Pizza

Eva Laufey poppar upp á Shake&Pizza

Shake&Pizza og Eva Laufey fara í spennandi samstarf
“Við hjá Shake&Pizza erum stolt af því að fá snilli Evu Laufeyjar lánaða og kynnum til sögunnar samstarfsverkefni okkar sem eru fjórar nýjar pizzur, hver annarri gómsætari”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Shake&Pizza, sem kynnir nú til sögunnar sérstakar PoppÖppPizzur á veitingastað Shake&Pizza í Egilshöll.
Evu Laufeyju þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda er hún sannur ástríðukokkur sem hefur deilt uppskriftum sínum og aðferðum í gegnum árin á bloggsíðu sinni, í sjónvarpsþáttum og með útgáfu matreiðslubóka. “Það var ótrúlega gaman að vinna þetta verkefni með Shake&Pizza, ég hef alltaf gert mjög sérstakar pizzur heima fyrir sem fjölskylda og vinir hafa tekið miklu ástfóstri við. Það má segja að ég sé búin að koma þessum uppáhaldspizzum mínum á matseðil Shake&Pizza”, segir Eva Laufey.
 
Fjölbreyttar og spennandi pizzur sem ekki hafa sést áður
Pizzurnar fjórar eru afar frumlegar og spennandi, og nöfnin á þeim líka. Mexíkóska pizzan Eva Sombrero er t.d. Með sýrðum rjóma, mexíkóosti og Tex mex kjúklingi og toppuð með chili majói. Indverska pizzan Eva Masala er með kjúklingi í heimagerðri Tikka Masala sósu, Feta osti og ferskum kóríander. Svo er það Ostapizzan Ost við fyrstu sýn og sveppapizzan sem hefur fengið nafnið Sveppi Krull. “Við getum eiginlega ekki beðið eftir því að leyfa fólki að smakka. Ég held persónulega að indverska pizzan eigi eftir að slá eftirminnilega í gegn. Hún er next level eins og unglingarnir segja”, segir Jóhannes.
 
Pizzurnar fjórar verða aðeins í boði í takmarkaðan tíma enda er þetta svokallað PoppÖpp samstarf sem er vinsælt á veitingastöðum víða um heim.