Er sjálf­ur á Ketó og varð að finna lausn

Ham­borg­arafa­brikk­an, í sam­starfi við Gæðabakst­ur, hafa þróað nýtt ketó ham­borg­ara­brauð sem inni­held­ur aðeins 6,4 g. af kol­vetni pr. brauð. Brauðið er ein­stak­lega ljúf­fengt og ger­ir ketó fólki loks­ins kleift að fá sér al­menni­leg­an ketó ham­borg­ara án þess að sleppa brauðinu.

 
„Ég er sjálf­ur bú­inn að vera á ketó í nokkra mánuði með góðum ár­angri. En ver­andi ham­borg­ara­sali og ham­borg­ar­aunn­andi þá hef ég saknað þess á hverj­um degi að geta ekki fengið mér al­menni­leg­an ham­borg­ara í brauði. Nú er loks­ins búið að upp­fylla þessa þörf“, seg­ir Jó­hann­es Ásbjörns­son, fram­kvæmda­stjóri Ham­borg­arafa­brikk­unn­ar.
 
Ketó mataræðið nýt­ur sí­vax­andi vin­sælda hér­lend­is og geng­ur í hnot­skurn út á það að skipta úr því að nota kol­vetni sem orku­gjafa yfir í að nota fitu sem orku­gjafa. Ketó er stytt­ing á hug­tak­inu ketósa (e.ket­os­is) sem er ástand sem lík­am­inn kemst í þegar hann skipt­ir orku­bú­skap lík­am­ans úr glúkósa (sykri) í fitu. Þegar lík­am­inn hef­ur ekki glúkósa til að vinna úr nýt­ir hann ketóna sem orku­gjafa og brenn­ir fitu­forða sem eldsneyti.