DJÚSÍ OPNAR Í BORGARTÚNi

Djúsí by Blackbox opnar dyrnar!

Stofnendur Blackbox hafa opnað Djúsí í Borgartúni 26 - í sama húsnæði og Blackbox Pizzeria. Djúsí er öskrandi ferskur samloku- og safa bastarður, sprottinn úr nákvæmlega sömu hugmyndafræði og Blackbox. En þótt “DNA-ið” sé það sama er þarna skýr aðgreining sem viðskiptavinir munu upplifa. Brauðið er einstakt og áleggið úr botnlausum sælkerabrunni Karls Viggós Vigfússonar, meistarabaka og stofnanda Blackbox. Jón Gunnar Geirdal, annar stofnenda Blackbox býr einnig yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af djúsa og samlokugeiranum eftir að hafa stofnað Lemon árið 2013.

“Það var þörf fyrir ferska djúsa og safaríkar samlokur í Borgaratúninu og Djúsí er nákvæmlega það sem vantaði í hverfið. Frá upphafi hefur okkur á Blackbox langað að fara lengra með vörumerkið, prófa að flytja sælkera-erfðaefnið okkar yfir í aðra vöruflokka og Djúsí er þannig hluti af stærra verkefni og kemur inn á þennan markað með háleit markmið um að gera sérlega ljúffengar samlokur og geggjaða djúsa”, segir Karl Viggó Vigfússon, stofnandi og yfirkokkkur Blackbox.


Spennandi nýjar samlokur og djúsar - úr bragðheimi Karls Viggós

Karl Viggó Vigfússon hefur ekki slegið feilspor í veitingageiranum frá því að hann leiddi kokkalandsliðið á árum áður. Stofnandi Omnom og Skúbb Ísgerðar, Blackbox, Héðins bistro og nú Djúsí. Markmiðið er alltaf það sama, að búa til bragðgóðan mat úr hágæðahráefni. Samlokurnar á Djúsí ögra öllum viðmiðum og í bland við “signature” lokur eru frumherjar á borð við Crispy Duck með andalæri, eplum og crispy hvítlauk og Sexý Panda með hummus og avókadó. “Samlokurnar eru svo með algjöru leynivopni sem fólk finnur þegar það bítur í stökkt brauðið, ég vil ekki gefa upp hvað það er en það er svona tungutryllir sem fær þig til að vilja meira”, segir Karl Viggó.

Sömu sögu er að segja um djúsana en þar var markmiðið að til viðbótar við að vera einstaklega bragðgóðir þá myndu þeir hafa jákvæð áhrif á líkama og sál. Gott dæmi er Call again sem eins og nafnið gefur til kynna inniheldur kollagen, sem er gott fyrir húðina, eins og allir vita.


Djúsí er opið frá klukkan 10 til 21 alla virka daga og frá 12 til 21 um helgar.