Djúsí og Ísey Skyr Bar opna í Hveragerði

Ísey hefur nú opnað á sex N1 stöðvum en um er að ræða fyrsta Djúsí staðinn á N1. Fyrirhugað er opna Ísey og Djúsí bak í bak á fleiri þjónustustöðvum N1 á næstu misserum, næsta opnun verður á þjón­ustu­stöð N1 í Borg­ar­nesi. 
 

Djúsí kem­ur með ferska strauma inn á markaðinn, bygg­ir á hrá­efna- og hug­mynda­fræði Black­box pizz­astaðar­ins, og býður sér­lega ljúf­feng­ar sam­lok­ur og geggjaða djúsa. „Við opnuðum Djúsí inni á Black­box í Borg­ar­túni í sum­ar og hlökk­um mikið til þess að færa Hver­gerðing­um þessa snilld í sam­starfi við N1“, seg­ir Karl Viggó Vig­fús­son, stofn­andi og yfir­kokk­ur Black­box. 

N1 hef­ur mark­visst unnið að því að auka fjöl­breytni í sölu á holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat­væl­um og drykkj­um og Ísey Skyr Bar og Djúsí falla vel inn í þann flokk. 

„Við höf­um fengið fyr­ir­spurn­ir um Ísey Skyr Bar á þjón­ustu­stöðvum okk­ar úti á landi og þær viðtök­ur sem þeir frá­bæru og hollu rétt­ir sem þar eru í boði hafa hlotið hvöttu okk­ur til að flýta fram­kvæmd­um og nú verður loks hægt að njóta var­anna frá Ísey Skyr Bar í Hvera­gerði og Borg­ar­nesi, sem er mikið fagnaðarefni,“ seg­ir Hinrik Örn Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri N1.