Búið að betr­um­bæta einn merki­leg­asta borg­ara lands­ins

Búið að betr­um­bæta einn merki­leg­asta borg­ara lands­ins

Íslensk ham­borg­ara­saga er sneisa­full af stór­merki­leg­um ham­borg­ur­um en það eru fáir sem eru jafn greypt­ir í þjóðarsál­ina og borg­ar­arn­ir á American Style. Staður­inn fagn­ar 35 ára starfsaf­mæli sínu um þess­ar mund­ir og af því til­efni fá all­ir staðirn­ir veg­lega yf­ir­haln­ingu auk þess sem meist­ara­kokk­arn­ir Vikt­or Örn og Hinrik Lárus­son end­ur­hönnuðu hinn svo­kallaða Stæl­borg­ara.

 
Að sögn þeirra fé­laga er helsta breyt­ing­in fólg­in í því að borg­ar­inn er nú um­tals­vert kjöt­meiri og veg­ur nú 120 g í stað 90 g. Eins var fitu­magnið í kjöt­inu aukið og er nú 20%. Þá var borg­ar­inn sett­ur í nýtt og enn mýkra ham­borg­ara­brauð.
 
Glæ­nýtt út­lit á Stæln­um í Skip­holti
 
American Style var opnaður í Skip­holti 15. júní 1985 og verður því 35 ára í ár. Það ger­ir hann að elsta starf­andi ham­borg­arastað lands­ins. „All­ir Íslend­ing­ar þekkja gamla góða Stæl­inn og eiga minn­ing­ar þaðan. Á 35 ára af­mælis­ár­inu fannst okk­ur tími til kom­inn að gera breyt­ing­ar á út­liti staðar­ins og á sjálf­um ham­borg­ar­an­um,” seg­ir Jó­hann­es Ásbjörns­son, talsmaður Gleðip­inna.
 
All­ir Stælstaðirn­ir í nýj­an bún­ing á næstu miss­er­um
 
Nú þegar breyt­ing­um er lokið í Skip­holti verður haf­ist handa við að breyta hinum Stæl­stöðunum þrem­ur. „Við ætl­um næst í Hafn­ar­fjörðinn, svo á Ný­býla­veg­inn, og svo end­um við á Bílds­höfðanum. Mark­miðið er að all­ir staðirn­ir verið komn­ir í nýja út­litið fyr­ir árs­lok 2020,” seg­ir Jó­hann­es.