Börnin borða frítt í verkfalli
Nú standa yfir verkföll með tilheyrandi röskun á daglegu mynstri fjölskyldna. Gleðipinnar, rekstraraðilar Saffran, Hamborgarafabrikkunnar, American Style, Roadhouse, Aktu Taktu, Eldsmiðjunnar, Kaffivagnsins, Keiluhallarinnar, Shake&Pizza, Blackbox og Pítunnar, hafa ákveðið að bjóða barnafjölskyldur velkomnar á alla sína staði og bjóða börnunum ókeypis að borða.
“Það þekkja það allir foreldrar á eigin skinni að það getur tekið á taugarnar þegar verkföll standa yfir. Ég fékk ábendingu frá stelpu sem ég þekki sem er einmitt móðir þriggja barna í verkfalli. Hún spurði mig einfaldlega af hverju veitingastaðir væru ekki að bjóða barnvæn tilboð og létta þar með undir með foreldrum sem þurfa að skipuleggja sinn dag uppá nýtt. Mér fannst þetta alveg rakið og við erum að bregðast við því með þessum hætti”, segir Jóhannes Ásbörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Nánari upplýsingar veitir
Jóhannes Ásbjörnsson
Gleðipinnar