Blómkálsbotninn - Blackbox í stöðugri vöruþróun
Blackbox Pizzeria kynnir nú til sögunnar nýjan blómkálsbotn sem er 40% blómkál. Þessi nýji botn inniheldur lítið af kolvetnum og hitaeiningum en er ótrúlega gómsætur.
“Við höfum alltaf lagt upp með að nota betri hráefni en gengur og gerist á markaðnum. Pizzusósan okkar er gerð á staðnum úr ítölskum plómutómötum, hráskinkan kemur í heilum lærum og er skorin á staðnum í ítalskri skurðarvél og mozzarella osturinn okkar er ferskur og handrifinn á pizzurnar. Súrdeigsbotninn okkar er eftir ítalskri uppskrift og stendur í kæli hjá okkur í 3 daga til að ná fullri hefun og er svo bakaður í 400°heitum steinofni”, segir Viggó Vigfússon, einn eigenda og stofnenda Blackbox. “Nýi blómkálsbotninn er frábær viðbót við matseðilinn á Blackbox og alveg ótrúlega bragðgóður”, bætir Viggó við.
Blómkál er magnað hráefni sem nýtur sívaxandi vinsælda. Blómkál er hollt og bragðgott, glúteinlaust og lágt í hitaeiningum og kolvetnum. “Þessi uppskrift finnst mér mögnuð að því leytinu til að þú færð sanna og góða pizzaupplifun. Það er kröst, bit og bragð sem kemur saman og gerir þetta að frábærum valkosti”, segir Viggó.
Blackbox staðirnir eru í Borgartúni 26 og Háholti 13 - 15 í Mosfellsbæ (við hlið Krónunnar).
Vefsíða Blackbox | www.blackboxpizza.is