GLEÐiFRÉTTiR

Gleðikrónur - fullkomin jólagjöf fyrir þá sem vantar ekki neitt

Þú getur keypt Gleðikrónur hér á vefsíðu Gleðipinna

Nýr vegan matseðill á Saffran

Saffran hóf nýlega að bjóða upp á vegan rétti sem voru þróaðir í samstarfi við Veganistur. Allir vegan réttirnir innihalda hina einu sönnu Saffran upplifun. Bráðlega verður boðið upp á vegan eftirrétt sem á vafalaust eftir að slá í gegn.

Djúsí og Ísey Skyr Bar opna í Hveragerði

Nýverið opnaði N1 Ísey Skyr Bar og samloku- og safastaðurinn Djúsí by Blackbox á þjón­ustu­stöð sinni í Hvera­gerði. Um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar hafa staðið yfir nú á þjón­ustu­stöð N1 í Hvera­gerði vegna þessa, eins og þeir sem lagt hafa leið sína þar um und­an­farið hafa tekið eft­ir.