PÉTUR JÓHANN ER MÓRALSKUR LEiÐTOGi
Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn móralskur leiðtogi Gleðipinna. Hlutverk móralsks leiðtoga er að halda uppi góðum móral á meðal starfsfólks Gleðipinna með því að heimsækja starfsfólk allra veitingastaða fyrirtækisins og spjalla við það um daginn og veginn yfir kaffibolla. Hugmyndin kemur upprunalega frá Pétri sjálfum sem sér sjálfan sig sem "seigfljótandi síróp" sem flýtur um staðina og bindur þessar mörgu rekstrareiningar saman sem eina heild. Framtakið hefur vakið töluverða athygli á meðal mannauðsstjóra hérlendis sem tala um nýsköpun í mannauðsmálum.